Ókeypis hugleiðslunámskeið í Reykjavík

Sri Chinmoy miðstöðin heldur ókeypis hugleiðslunámskeið á 1-2 mánaða fresti…

Hvað er á dagskrá vorið 2019?

Sri Chinmoy miðstöðin skipuleggur ókeypis tónleika og aðra menningarviðburði auk ókeypis hugleiðslunámskeiða.

Stefnt er að ókeypis hugleiðslunámskeiði í Sri Chinmoy miðstöðinni vorið 2019.

Stefnt er að 3 vikna námskeiði vorið 2019 þar sem kenndar verða margar mismunandi hugleiðsluaðferðir og lögð verður áhersla á að aðstoða þátttakendur við að ná betri tökum á hugleiðslunni. Ekki er komin dagsetning á námskeiðið ennþá.

Vinsamlegast hafið samband eða hringið í s.697-3974 eða 551-8080 til að fá nánari upplýsingar.

Um okkur

Sri Chinmoy miðstöðin er félagsskapur fólks sem iðkar hugleiðslu og andlegt líf sem byggir á heimspeki Sri Chinmoy. Slíkar miðstöðvar eru starfræktar um allan heim.

Hvað er hugleiðsla?

Hugleiðsla er leið til að kyrra hugann og skynja djúpan frið og hamingju sem innra með okkur býr. Í gegnum árþúsundin hafa fjölmargar andlegar leiðir þróast víðsvegar um heiminn sem allar hafa sama markmið – að tengja okkur dýpra eðli okkar og finna lífshamingju.

Hugleiðsla er ekki flótti frá heiminum heldur þvert á móti. Hugleiðsla veitir okkur kjölfestu til að takast á við daglegt líf, full af gleði og hamingju. Dagleg iðkun hugleiðslu eykur innri styrk og einbeitingu.

Hver erum við?

Sri Chinmoy miðstöðin stendur jafnframt fyrir opnum og ókeypis hugleiðslunámskeiðum, sem hafa kynnt grundvallaratriði hugleiðslu fyrir þúsundum Íslendinga.

Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi telst formlega stofnuð 21.júlí 1974, en þá hélt Sri Chinmoy fyrirlestur um hugleiðslu og andlegt líf í Háskóla Íslands. Þetta sama ár hóf hópur fólks að hugleiða saman sem Sri Chinmoy miðstöð Íslands.

Hvar erum við?

Sri Chinmoy miðstöðin er staðsett í Ármúla 22, 2.hæð, fyrir ofan EG skrifstofuhúsgögn. Inngangur er frá hlið. Hér fara fram öll okkar hugleiðslunámskeið, nema annað sé tekið fram.

Hvers vegna hugleiðum við? Við hugleiðum af því að við erum ekki að fá frá heiminum það sem við þurfum.  Friðurinn svokallaði í daglegu lífi, er fimm mínútna grið eftir tíu tíma af áhyggjum, kvíða og vonbrigðum.

Varanlegur friður, guðlegur friður, ávinnst eingöngu gegnum hugleiðslu.  Ef við hugleiðum af einlægni snemma dags og finnum frið, þó ekki sé nema í eina mínútu, gætir áhrifa hans allan daginn.

Sri Chinmoy

tekið úr bókinni 'Hugleiðsla: lærum að tala tungumál Guðs'

Fréttir og hugleiðsluverkfæri

Oneness-Dream í Fríkirkjunni

Karlakórinn Oneness-Dream var stofnaður árið 2011 til að flytja lög eftir Sri Chinmoy á stöðum þar sem fólk kemur saman til trúar- og andlegra iðkana.

Hugleiðslutónlist frá liðsmönnum okkar….

https://www.youtube.com/watch?v=mSVPcx9bU-4 Í Reykavíkur Sri Chinmoy setrinu, við höfum mörg hæfileikaríkir tónlistarmenn sem finnst gaman að koma saman til að útsetja og flýtja andlega tónlist Sri Chinmoys. Þetta myndband er útsetning lagsins 'Many, many lives ago'...

Myndefni: Sri Chinmoy talar um hugann og hjartað.

https://vimeo.com/65070212 Myndband þetta er frá viðtali við Sri Chinmoy þar sem hann talar um margar hliðar hugleiðslu, andlegt líf og starf sitt í þágu heimsfriðar. Í þessum útdrætti úr viðtalinu útskýrir hann: “Það er hugurinn sem sundrar, og hjartað sem sameinar....

Kynnist fólkinu sem stendur að námskeiðunum

Allir leiðbeinendur á námskeiðunum hafa lært hugleiðslu af Sri Chinmoy. Meira um námskeiðin okkar »

Suren

suren-peacerunSuren varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Sri Chinmoy á barnsaldri og hefur hugleitt reglulega frá unglingsárunum. Suren varð Skákmeistari Reykjavíkur árið 1996, aðeins 17 ára gamall og fann þá hvernig hugleiðsluiðkun ýtti undir einbeitingu og innsæi og betri ákvarðanatöku.

Suren vinnur á Kaffihúsinu Garðinum (sem Sri Chinmoy gaf nafnið Ecstasy’s Heart-Garden), en það er grænmetisveitingastaður og kaffihús sem rekið er af félögum í Sri Chinmoy setrinu.

Nirbhasa

Play video

Nirbhasa er Íri sem búsettur er í Reykjavík og vinnur við umönnum. Nirbhasa er mikill hlaupagarpur og hefur hlaupið fjölda ofurmaraþonhlaupa, þar á meðal 3100 mílna hlaup (um 5000 km) sem haldið er ár hvert í New York og tekur um 50 daga að klára.

Á hlaupum sínum uppgötvaði Nirbhasa hvernig nota mætti hugleiðslu til að öðlast ótæmandi orku, en það er eitt af umræðuefnunum sem hann fer yfir á námskeiðunum.

Laufey og Chahida

Chahida-og-Laufey Chahida og Laufey flytja tónlist eftir Sri Chinmoy og spila undir og leiða möntrur á námskeiðunum. Chahida, sem upphaflega er frá Austurríki, dvaldi eitt ár á íslenskum bóndabæ á unglingsárunum og lærði þá íslensku. Hún flutti svo til Íslands fyrir nokkrum árum og vinnur nú á Kaffihúsinu Garðinum. Laufey er tónlistarkennari og starfsmaður í hljóðfærabúðinni Sangitamiya. Laufey hefur komið víða við á tónlistarferli sínum, en áhugi hennar beinist nú í síauknum mæli að því hvernig nota megi tónlist sem inngang að hugleiðslu og andlegri upplifun.

Hafið samband

Vinsamlegast fyllið út reitina hér að neðan og við munum hafa samband innan tíðar.

Einnig er hægt að hringja í hljóðfærabúðina Sangitamiya, s.551-8080 eða kaffihúsið Garðinn, s.56-12345, til að fá upplýsingar um næstu námskeið.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.