Kaffihúsið okkar er tekið inn í “Frægðarhöllina”….

Uppfærð

Garðurinn (Ecstasy’s Heart-Garden á ensku) er lítið kaffihús og grænmetisveitingastaður í eigu nemenda Sri Chinmoys. Nýlega vorum við vígð inn í “Frægðarhöll” ferðasíðunnar TripAdvisor eftir að  hafa fengið frábærar einkunnir frá gestum okkar fimm ár í röð.

Auk mikils úrvals af kökum og drykkjum (þar á meðal, að mati margra, bestu gulrótarkökunni í Reykjavík), býður Garðurinn einnig upp á rétti og súpu dagsins sem hægt er að sjá á vefsíðu þeirra. Allir starfsmennirnir hafa stundað hugleiðslu undir handleiðslu Sri Chinmoy í mörg ár og leitast við að halda friðsælli stemningu hugleiðslunnar á kaffihúsinu.