Hugleiðslur á 50 ára afmæli

Uppfærð

Sri Chinmoy setrið á Íslandi heldur upp á 50 ára afmæli sitt með opnum hugleiðslustundum vikuna 15.-21. júlí, í húsakynnum sínum að Ármúla 22. Öll kvöldin hefjast kl.20 og stendur dagskráin í um klukkutíma í senn. Allir eru velkomnir.

Nánari upplýsingar? Vinsamlegast hringdu í s.697-3974 (eða 551-8080 á vinnutíma).

Hefurðu áhuga? Hafðu samband!

    Við getum sent þér skilaboð ef eitthvað er á döfinni næsta árið (í mesta lagi 6-7 skilaboð) • We can send you a text anytime something comes up in the next year (max 6-7 events)
  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Sri Chinmoy setrið á Íslandi fagnar 50 ára afmæli.
Hálf öld af hugleiðslu, námskeiðum og tónleikum án endurgjalds

Þann 21. júlí 1974 lauk á Íslandi fyrirlestraferðalagi Sri Chinmoy um evrópska háskóla. Fyrirlesturinn, Háleit þrá og helgun, var sá síðasti af 15 á mánaðarlöngu ferðalagi, sem innihélt m.a. þekkta háskóla eins og Oxford og Cambridge. Þegar Kristján Eldjárn, þáverandi forseti Íslands, spurði Sri Chinmoy hvernig á því stæði að hann sækti heim “þessa afskekktu eyju í Atlantshafinu,” svaraði Sri Chinmoy því til að Ísland væri alls ekki afskekkt, því “þegar við lifum í hjartanu er heimurinn afskaplega lítill.”

Allar götur síðan þá hefur Sri Chinmoy setrið verið starfrækt á Íslandi. Áhugafólk um andleg málefni á Íslandi, sem leitað hafði leiðsagnar Sri Chinmoy árið áður og starfrækt hugleiðsluhóp frá þeim tíma, skapaði sér þar með vettvang til að hugleiða saman og einbeita sér að andlegu lífi.

Sri Chinmoy endaði fyrirlestur sinn á orðunum “Ekkert færir mér meiri gleði en að veita hinum Æðsta einlæga þjónustu í gegnum háleitar manneskjur.” Segja má að þetta hafi verið nokkurs konar einkunnarorð Sri Chinmoy setursins síðustu 50 árin, en það hefur staðið fyrir hundruðum viðburða eins og opnum hugleiðslustundum, námskeiðum og tónleikum, allt án endurgjalds. Tilgangurinn er einfaldlega að veita óeigingjarna, einlæga þjónustu, í þeirri trú að allar manneskjur eru eins og bræður og systur, því “þegar við lifum í hjartanu er heimurinn afskaplega lítill.”

Hvað er hugleiðsla?

Hugleiðsla er leið til að kyrra hugann og skynja djúpan frið og hamingju sem innra með okkur býr. Í gegnum árþúsundin hafa fjölmargar andlegar leiðir þróast víðsvegar um heiminn sem allar hafa sama markmið – að tengja okkur dýpra eðli okkar og finna lífshamingju.

Hugleiðsla er ekki flótti frá heiminum heldur þvert á móti. Hugleiðsla veitir okkur kjölfestu til að takast á við daglegt líf, full af gleði og hamingju. Dagleg iðkun hugleiðslu eykur innri styrk og einbeitingu.

Hver erum við?

Sri Chinmoy miðstöðin stendur fyrir opnum og ókeypis hugleiðslunámskeiðum, sem hafa kynnt grundvallaratriði hugleiðslu fyrir þúsundum Íslendinga. Við skipuleggjum einnig tónleika og aðra menningarviðburði.

Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi telst formlega stofnuð 21.júlí 1974, en þá hélt Sri Chinmoy fyrirlestur um hugleiðslu og andlegt líf í Háskóla Íslands. Þetta sama ár hóf hópur fólks að hugleiða saman sem Sri Chinmoy miðstöð Íslands.

Hvar erum við?

Sri Chinmoy miðstöðin er staðsett í Ármúla 22, 2.hæð, fyrir ofan EG skrifstofuhúsgögn. Inngangur er frá hlið. Hér fara fram öll okkar hugleiðslunámskeið, nema annað sé tekið fram.