Kundalini og orkustöðvarnar

Uppfærð

Á undanförnum árum hafa þúsundir manna komið á hugleiðslunámskeiðin okkar. Margir eru algjörir byrjendur, en nokkrir hafa orðið fyrir ýmiskonar reynslu með því að prófa mismunandi tækni og leiðir í hugleiðslu. Fjöldi fólks virðist hafa sérstakan áhuga á að kanna orkustöðvarnar og vekja upp kundalini, en það getur verið hættulegt ef það er gert án réttrar handleiðslu.

Bók Sri Chinmoys: Kundalini: Móðuraflið, er góður leiðarvísir inn í þennan heim, þar sem hún er áreiðanleg og byggð á staðreyndum. Leið Sri Chinmoys er ekki leiði kundalini jóga, en þegar andlegir Meistarar ná uppljómun öðlast þeir um leið stjórn á kundalini og dulrænum kröftum.

 Á einfaldan hátt lýsir bókin hvernig kundalini og orkustöðvarnar eru vakin upp, og ræðir um nokkra þeirra dulrænu krafta sem fylgja opnun orkustöðvanna. Sri Chinmoy talar einnig um þær hættur og gildrur sem þarf að varast og lýsir hinni öruggu leið sem leitandinn getur farið á vegferð sinni til andlegrar uppfyllingar.

Bókin er í tveimur hlutum: fyrri hlutinn byggir á fyrirlestraröð sem Sri Chinmoy hélt við New York Háskóla 1973. Seinni hlutinn byggir á þeim hundruðum spurninga sem hann fékk um kundalini jóga á fjölmörgum hugleiðslum hans með almenningi og á háskólafyrirlestrum. 

Hvernig get ég nálgast bókina?

  • Íslensk þýðing fæst á 1500 krónur hjá eftirtöldum aðilum: Kaffihúsið Garðurinn Klapparstíg 17, Joylato Njálsgötu 1, og Sangitamiya Grettisgötu 7. Einnig er hægt að hafa samband við okkur, sjá formið hér fyrir neðan – það má millifæra í gegnum bankann, og við sendum bókina til þín.
  • Bókin Kundalini The Mother-Power fæst sem ensk rafbók hjá Amazon
    Við getum sent þér skilaboð ef eitthvað er á döfinni næsta árið (í mesta lagi 6-7 skilaboð) • We can send you a text anytime something comes up in the next year (max 6-7 events)
  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.