Heimanám í hugleiðslu 4: að lifa með hugleiðslu

Fyrsta þrepÖnnur þrepÞriðja þrep • Aðalsíða

Að ná fullkominni sjálfsstjórn
og að uppgötva Guð
er það tvennt
sem hver maður á jörðunni
verður að taka alvarlega.
Allt annað má
liggja í léttu rúmi.

Sri Chinmoy

Markmið

Eftirfarandi eru markmið fjórðu og síðustu viku:

  • Að læra hvernig máttur möntru getur hjálpað þér í hugleiðslu og hvernig máttur orða getur bætt líf þitt.
  • Að læra hvemig hugleiðsla getur orðið undirstaðan að heilbrigðum og ánægjulegum lífsmáta, með því að hlúa að öllum þáttum mannsins, andlegum og líkamlegum.

Æfingar – þrep 4


Til minnis

Mikill máttur orða

Eftir þessar þrjár vikur ertu vel á veg kominn og átt án efa auðveldara með að hugleiða. Í þessari viku muntu halda áfram með allar æfingamar úr þriðju viku auk þess að bæta við nýrri og ekki síður mikilvægari aðferð sem notast við það sem nefnist mantra á sanskrít.

Mantra er orð eða setning. Máttur möntrunnar felst í endurtekningu og eiginleikum orðanna sjálfra. Þess vegna fara áhrif möntmnnar á vitund og líf eftir því hversu oft þú endurtekur möntruna og eftir því hvaða orð þú notar. Ef þú notar jákvæð, andleg og upplyftandi orð verðurðu fyrir jákvæðum áhrifum. Notirðu á hinn bóginn neikvæð orð sem draga þig niður verðurðu fyrir neikvæðum áhrifum. Svo einfalt er það.

Ef þú endurtekur orðin „friður”, „Guð”, „Aum”, „Shanti” eða „Enginn getur komið í veg fyrir, að ég uppfylli drauma mína”, munu eiginleikar þessara orða hafa mikil og jákvæð áhrif á vitundina. Ef þú endurtekur hinsvegar eitthvað í líkingu við „lífið er ömurlegt”, „ég hata vinnuna” eða „af hverju get ég ekki gert þetta rétt” máttu reiða þig á, að eiginleikar þessara orða munu hafa mjög neikvæð áhrif á líf þitt og vitund.

Öll orð sem þú hefur vanið þig á að nota hafa mjög mikil áhrif á lífíð og gæði þess. Það sama á við þegar kemur að því að velja orð sem hafa áhrif á hugsun okkar eins og t.d. orðatiltækin „hentu út” og „hentu inn”, sem eru mikið notuð í tölvumáli. Þess vegna er áríðandi, að þú veljir orðin með gát þar sem þú getur breytt vitund þinni og lífi samstundis með því að breyta orðunum sem þú notar.

Veldu orðin af kostgæfni

Í þessari viku muntu reyna nokkrar möntrur á meðan þú hugleiðir og nota til þess andleg orð sem fela í sér mikinn kraft. Öll orð, jákvæð eða neikvæð geta haft áhrif og sum eru mjög öflug. Auk þeirra mantra, sem þú kemur til með að nota í hugleiðslunni, hvetjum við þig til að finna möntrur, sem veita þér innblástur og lyfta þér upp, og nota þær í daglegu lífi.

Í þessari viku skaltu reyna að bera kennsl á þau orð sem hafa dregið þig niður og þú hefur vanið þig á að nota, þ.e.a.s. neikvæðu orðin eða möntrumar. Reyndu svo að skipta á þeim og nota jákvæð orð eða möntrur í staðinn. Prófaðu og þú munt verða undrandi á því, hvað ólík orð geta haft í för með sér! Hugleiddu áfram með því að gera æfingarnar úr þriðju viku í tíu til fimmtán mínútur.

Ef þú vilt geturðu endað hugleiðsluna á því að tóna möntru þrisvar. Þetta tekur u.þ.b. eina mínútu.

Lestur: Lesið kafla átta og kafla tólf til sextán í hugleiðslubókinni. (Þú getur einning lesið síðurnar Tónlist og hugleiðsla, Þakklæti og Friðarleið einstaklingsins á srichinmoy.is)

Æfingar

Að öðlast alhliða hreinsun
úr ritum Sri Chinmoy

Japa, sem gerð er á kerfisbundinn hátt, skref fyrir skref, getur verið afar árangursrík ef þú vilt ná fram alhliða hreinsun eðlis þíns. Fyrsta daginn endurtekurðu Aum, Supreme (Æðsta á ensku) eða möntru, sem Meistari þinn hefur látið þér í té, fimm hundruð sinnum. Næsta dag ferðu með hana sex hundruð sinnum og þannig áfram þar til þú hefur náð upp í tólf hundruð í lok einnar viku. Þá byrjarðu á því að minnka daglega við þig þar til þú ert aftur kominn niður í fimm hundruð. Þannig má klífa upp og niður tréð. Haltu þessari æfingu áfram viku eftir viku í einn mánuð. Hvort sem þú hefur ætlað þér að skipta um nafn eður ei gefur heimurinn þér nýtt nafn: Hreinleiki.

Það gerir ekkert til þó þér fipist í talningunni á meðan þú ert að gera japa. Haltu bara áfram með þá tölu sem er líklegust. Tilgangurinn með talningu er að skilja vitundina frá öllu öðru því að á meðan þú telur ertu ekki að hugsa um einhvern eða eitthvað annað. Um leið og þú telur skaltu reyna að komast inn í þögnina sem ríkir djúpt í möntrunni. Þá þarftu ekki lengur að telja því vitund þín er bundin við það sem þú ert að endurtaka og þú verður þess áskynja að þú ert eingöngu að hugleiða á innri þýðingu möntrunnar.


Samantekt

Í þessari síðustu viku hefur þú:

  • Vanist því að nota möntrur í daglegri hugleiðslu.
  • Skráð æfingamar og reynslu þína niður í dagbókina.

Til hamingju, þér tókst það!

Að hugleiða reglulega í heilar fjórar vikur er mikill ávinningur, sem hlýtur að bera ávöxt.

Áður en þú hugar að því sem framundan er skaltu gefa þér tíma til þess að fara yfir dagbókina. Hvernig hefur hugleiðslan þróast síðustu fjórar vikur? Hvaða breytingar hafa orðið á þér í kjölfar hugleiðslunnar á liðnum vikum? Skynjarðu sjálfan þig og veröldina í kringum þig á annan hátt en áður?

Spurning um vitund

Vonandi er svarið við síðustu spurningunni „já” og vonandi hafa breytingarnar á vitund þinni verið jákvæðar! Ef þú ert ekki viss um það, hvemig eða hvort vitund þín hafi breyst skaltu athuga vel, hvaða breytingar hafa orðið á daglegum samskiptum þínum við heiminn í kringum þig síðastliðinn mánuð. Hafa ytri kringumstæður haft minni áhrif á þig? Ertu meðvitaðari um orsakimar, sem liggja að baki framkomunnar gagnvart öðrum og framkomu þeirra gagnvart þér?

Ef þú ert ekki viss skaltu líta á nokkur algeng dæmi um það, hvemig vitund þín kann að hafa breyst. Hljóma einhver þeirra kunnuglega?


Aðstæður: Einhver æpir á þig af ástæðulausu.
Eldri viðbrögð: Þú ferð strax í vöm og æpir á móti.
Ný viðbrögð: Þú sýnir meiri samúð og skilning og hugsar jafnvel með þér: „Það eru líklega einhverjir erfiðleikar hjá honum. Hvemig get ég orðið að liði?”


Aðstæður: Umferðarteppa á leið til og frá vinnu.
Eldri viðbrögð: Þú reiðist og verður gremjunni að bráð. í gremju þinni nöldrarðu við sjálfan þig: „Hvað er þau öll að gera á veginum?“ (þau eru líklega að segja það sama um þig!)
Ný viðbrögð: Þú lítur miklu frekar á björtu hliðamar. í þetta skiptið rennur það jafnvel upp fyrir þér, að þú hafir tíma til þess að fara með möntru eða hugsa um allt það sem þú getur verið þakklátur fyrir lífinu.


Aðstæður: Hlutimir fara ekki eins og þú vilt að þeir fari.
Eldri viðbrögð: Þú verður vonsvikinn yfir því, að eitthvað fór öðruvísi en þú ætlaðir. Þú lítur upp til himins og hrópar: „Hvers vegna þarf eitthvað alltaf að koma fyrir mig?” Vegna þess að þú vegur og metur hamingju þína eftir ytri aðstæöum verður sálfsálitið ekki mikið. „Hvers vegna get ég ekki gert neitt rétt?” hugsarðu með þér.
Ný viðbrögð: Eitthvað hefur gerst, en vegna þess, að þú væntir þess ekki, að hlutimir gerist alltaf eins og þú vilt að þeir gerist, verðurðu ekki fyrir vonbrigðum. Og sökum þess, að þú býrð yfir meira jafnvægi verður sjálfsálit þitt ekki eins berskjaldað gagnvart atburðum í kringum þig.


Hvað er ólíkt með eldri viðbrögðum og þeim nýju við allar þessar aðstæður? Vitundarástandið sem þú ert í þegar þú bregst við. Þegar þú sýnir neikvætt viðmót, eins og reiði og gremju, leyfirðu atburðunum að draga vitundina niður. En þegar þú sýnir jákvæðara viðmót, eins og samúð og þakklæti, eru engir atburðir þess megnugir að draga þig niður. Þvert á móti gagnast allt í viðleitni þinni við að ná árangri með sjálfan þig.

Óttastu ekki skaðlegt viðmót annarra.
Óttastu heldur
 eigið viðmót til þeirra.

Sri Chinmoy

Fyrsta þrepÖnnur þrepÞriðja þrep • Aðalsíða