Heimanám í hugleiðslu 1: Að byrja

AðalsíðaÖnnur þrepÞriðja þrepFjórða þrep

Eftirfarandi eru markmið fyrsta þrep:

 • Að taka fyrstu skrefin í hugleiðslu, þ.e.a.s. hvað, hvar, hvernig og hvenær.
 • Lestur: að læra hvað hugleiðsla er og er ekki.
 • Að koma á reglulegri, daglegri hugleiðsluiðkun á sérstökum stað. Það er lykilatriði að hugleiða reglulega og daglega.
 • Að þjálfa undirstöðuatriðin í einbeitingu og öndun.

aefingar – þrep 1

Til minnis

Að einsetja sér
Eins og flestir aðrir sækist þú eftir betra lífi. En ólíkt flestum öðrum hefur þú gert eitthvað í málunum. Þú hefur tekið mikilvæga ákvörðun: að bæta sjálfan þig, og fylgir því nú eftir með því að takast á við Heimanámið.

Allir fæðast með hæfileikann til að hlaupa. Eins eiga allir að geta hugleitt. En viljir þú hugleiða vel, rétt eins og að geta hlaupið maraþon, krefst það kunnáttu, sem ávinnst aðeins með þjálfun og skuldbindingu. Þú hefur þegar tekið fyrsta skrefið með því að takast á við Heimanámið, en til þess að komast að markmiðinu eru mörg skref enn óstigin. Þess vegna er mikilvægt að hafa það hugfast þegar þú lærir að hugleiða, að áríðandi er að stunda hugleiðsluna reglulega og daglega. Finndu eitthvað við hugleiðsluna sem hvetur þig áfram, t.d. innri þekkingu, þroska, aga eða eitthvað annað og einsettu þér að fylgja eftir ákvörðun þinni á hverjum degi svo að þú getir orðið sú manneskja sem þig dreymir um að vera.

Fylling lífsins 
felst í því að dreyma
 og að gera að veruleika
 ógerlega drauma.

Sri Chinmoy

Sex lykilatriði til að ná árangri í hugleiðslu

Þú getur aukið hæfileika þína til að hugleiða með því að styðjast við sex lykilatriði. Þau kunna að virðast óljós eða hárfín í fyrstu en hafðu í huga, að hugleiðslan snýst um það að þroska hina ósýnilegu, æðri og fíngerðari eðlisþætti mannsins. Reynslan sýnir að þessi atriði til samans gera gæfumuninn. Láttu þau því ekki fram hjá þér fara!

Fyrsta atriði: Finndu þér sérstakan stað

Það er mikilvægt að koma sér upp sérstökum stað, sem er eingöngu notaður til að stunda hugleiðslu. Ef þú átt aukaherbergi, gott og vel, en þú getur líka tekið frá lítið horn í herberginu þínu. Þessi staður verður heilagt afdrep þar sem þú reynir að uppgötva sjálfan þig. Því skaltu reyna að gera þetta afdrep þannig úr garði að það veiti þér bæði innblástur og hreinleikatilfinningu.

 • Legðu hreinan, hvítan dúk á borð (hann má einnig vera öðruvísi á litinn svo lengi sem hann er ljósleitur og veitir þér innblástur og tilfinningu fyrir hreinleika).
 • Legðu kerti á borðið sem og blóm ef því verður viðkomið.
 • Einnig er gott að hafa reykelsi og viðeigandi reykelsisstand.
 • Til samans hjálpa þessir hlutir til við að skapa andrúm hugleiðslunnar.

Annað atriði: Líkamlegur undirbúningur

Andlegt ferðalag okkar á sér stað í líkamanum. Eftirfarandi hjálpar þér að undirbúa líkamann fyrir hugleiðslu:

 • Gott er að fara í bað eða sturtu áður en hugleiðslan hefst. Ef það er ekki mögulegt skaltu a.m.k. þvo hendur, fætur og andlit með blautum klút.
 • Vertu í hreinum, ljósleitum og léttum fötum.
 • Farðu úr skónum áður en þú byrjar að hugleiða. Fæturnir eiga einnig skilið að fá hvíld!

Þriðja atriði: Sittu afslappaður, með bakið beint

Þú þarft ekki nauðsynlega að sitja í ákveðinni Hatha-jóga stöðu eða asana til þess að hugleiða. Best er að sitja þægilega á púða á gólfinu með krosslagðar fætur. Annars er í góðu lagi að sitja á kolli eða í stól. Það sem skiptir máli er að sitja kyrr og afslappaður, með bakið beint og að hafa blómið, kertið í augnhæð.

Þrjár leiðir til að sitja: mikilvægast er að sitja með beint baki

Margir spyrja hvort ekki sé í lagi að hugleiða liggjandi en við vörum eindregið við því nema þú hafir meiri áhuga á því að sofa en að hugleiða.

Fjórða atriði: Hægt og sígandi sigrar að lokum

I upphafi eru tíu mínútur á dag nóg. Þig gæti langað að hugleiða lengur en best er að fara sér hægt og rólega í byrjun. Hugleiðsla er eins og innri vöðvi sem hægt er að styrkja hægt og rólega en þó örugglega. Ef þú reynir of mikið á vöðvann verður hann aumur. Eins ef þú hugleiðir lengur en í tíu mínútur og finnur af þeim sökum fyrir spennu í höfðinu eða færð ef til vill höfuðverk, veistu að þú hefur farið of geyst af stað og hugleitt meira en þú ræður við að svo stöddu.

Eftir því sem hugleiðsluiðkunin eykst og þroskast, rétt eins og þegar vöðvar líkamans vaxa og stækka, mun tíminn sem þú getur eytt í hugleiðsluna, án þess að þreytast, einnig lengjast og gæði hennar aukast og dýpka.

Fimmta atriði: Veldu þér réttan tíma

Reyndu að hugleiða alltaf á sama tíma á hverjum degi, eins og um mjög mikilvægt stefnumót væri að ræða. Rétt eins og þú nærir líkamann reglulega, nokkrum sinnum á dag skaltu líta á hugleiðsluna sem næringu fyrir sálina eða þitt innra líf og taka frá sérstaka stund á hverjum degi til að stunda hugleiðsluna.

Besti tíminn til að hugleiða er snemma morguns áður en hið daglega amstur hefst. Þá mun friðurinn, sem þú færð í morgunhugleiðslunni, vera ríkjandi allan daginn og auðga hverja stund. Ef þú telur þig ekki hafa nægan tíma fyrst á morgnana til þess að hugleiða í tíu mínútur, skaltu reyna að vakna tíu mínútum fyrr og hugleiða þá. Aukin orka og vellíðan, sem þú færð í hugleiðslunni, mun bæta þér margfalt upp þessar tíu mínútur sem þú misstir úr svefni.

Ef finna má mikla hamingju með því að láta smáar nautnir víkja, ættu hinir vitru að gefa smáar nautnir upp á bátinn, þegar þeir sjá hvílíka hamingju þá er unnt að öðlast.

Búdda

Mörgum þykir einnig gott að hugleiða í nokkrar mínútur eftir að komið er heim úr vinnu til þess að losna við uppsafnaða streitu dagsins. Þig gæti einnig langað til að reyna að hugleiða rétt fyrir háttinn, en það getur fært þér betri svefn.

Við leggjum til að ekki sé valinn tími til hugleiðslu eftir stóra máltíð. Rétt eins og fugl reynir innri verundin að fljúga hærra, en líkaminn íþyngir henni. Þú skalt því láta eina til tvær stundir líða eftir máltíð áður en þú hugleiðir.

Hinsvegar ber hugleiðslan ekki mikinn árangur ef hungrið er að hrjá þig. Ef þú finnur til svengdar þegar hugleiðslutíminn nálgast er best að fá sér svolítinn ávaxtasafa eða einhvern ávöxt, en með því að borða þannig hæfilega lítið má seðja sárasta hungrið.

Hvort sem þú ákveður að bæta þessum ráðleggingum við lífsmáta þinn eða aðlaga lífsmáta þinn að þeim, þá skiptir mestu máli að stunda hugleiðsluna daglega á reglulegum tímum. Ef þú getur vanið þig á að hugleiða reglulega mun innri verundin ýta við þér þegar hugleiðslustundin nálgast og segja: „Ekki gleyma að næra mig í dag!”

Sjötta atriði: Máttur tónlistarinnar

Með þessu heimanámi fylgir hljóðupptaka þar sem Sri Chinmoy leikur flaututónlist fyrir hugleiðslu og við höfum notað á námskeiðum okkar. Þessi friðsæla tónlist hjartans skapar andrúm hugleiðslu og getur aukið gæði hugleiðslunnar til muna. Þú skalt spila þessa tónlist lágt á meðan þú gerir æfingarnar. Með því einungis að hlusta á tónlistina og meðtaka friðsama hugleiðsluvitund hennar verður mun auðveldara að finna djúpa innri kyrrð.

Hugleiðslutónlist

Sri Chinmoy spilar tónlist fyrir innri fríð. Úrval tónlistar Sri Chinmoy »

Blue Flower – tónlist í Fríkirkjunni meira »

Hugleiðslutónlist á Radio Sri Chinmoy


Æfingar

úr ritum Sri Chinmoy

EFTIRLÆTISEIGINLEIKI. Ef einhver sérstakur eiginleiki Guðs — kærleikur til dæmis — er þér fremur að skapi en annar, endurtaktu þá innra með þér orðið „kærleikur“ af djúpri tilfinningu nokkrum sinnum. Um leið og þú ferð innilega með orðið í hljóði, skaltu reyna að finna það enduróma í dýpstu rótum hjartans. Ef þú hefur meira dálæti á guðlegum friði, þá tónarðu innra með þér eða endurtekur orðið „friður“. Reyndu að heyra alheimshljóminn, sem felst í orðinu, enduróma í djúpum hjarta þínu á meðan. Sé það ljós sem þú þráir, endurtaktu þá „Ijós, ljós, ljós“ af alhug og finndu að þú sért í raun orðinn að ljósi. Reyndu að finna frá hvirfli til ilja að þú sért orðinn að því orði sem þú valdir þér. Finndu hvemig efnislíkami þinn, fíngerðari líkaminn, allar taugar og verund þín öll er böðuð kærleika, friði eða birtu.

INNÖNDUN FRIÐAR OG GLEÐI. Hreinleiki er það sem þú þarft að hafa efst í huga þegar þú þjálfar önd- unartækni. Ef þú hefur þá tilfinningu, þegar þú andar að þér, að andardrátturinn komi beint frá Guði, frá sjálfum Hreinleikanum, má auðveldlegahreinsa hann. Reyndu síðan að finnast að þú færir líkamanum óendanlegan frið við hverja innöndun. Eirðarleysi er andstæða friðar. Þegar þú andar frá þér skaltu reyna að finnast að þú losir þig viðeirðarleysið sem þér finnst innra með þér og sérð umhverfis þig. Við slíka öndun finnurðu eirðarleysið hverfa. Eftir að hafa iðkað þetta nokkrum sinnum skaltu reyna að finnast að þú andir að þér mætti frá alheiminum og að líkaminn losi sig við ótta þegar þú andar frá þér. Þegar þú hefur gert þetta nokkrum sinnum skaltu reyna að finnast að þú andir að þér botnlausri gleði og frá þér sorg, þjáningu og depurð.

ALHEIMSORKA. ímyndaðu þér að það sé ekki and- rúmsloft heldur alheimsorka sem þú andar að þér. Við hverja innöndun skaltu finna hvernig þú fyllist feiknar- mikilli alheimsorku sem þú notar til þess að hreinsa líkama þinn, lífafl, hug og hjarta. Finndu að það fyrirfinnst ekki sá krókur eða kimi í verund þinni sem þetta orkuflæði nær ekki til. Það streymir um þig eins og fljót sem þvær og hreinsar tilvist þína. í útönduninni andarðu síðan frá þér öllu ruslinu sem er innra með þér — óguðlegum hugsunum, þokukenndum hugmyndum og óhreinum athöfnum. Öllu, sem þú myndir kalla óguðlegt, öllu sem þú kærir þig ekki um, andarðu frá þér.

Þetta er ekki hin hefðbundna yógíska pranayama, sem er flóknari og kerfisbundnari öndun, en þetta er þó afar áhrifarík andleg öndunaraðferð. Ef þú leggur rækt við hana greinirðu fljótt árangur. í byrjun þarftu að styðjast við ímyndunaraflið en áður en langt um líður muntu sjá og finna að þetta er alls ekki ímyndun heldur raunveruleiki. Þú ert að anda meðvitað að þér orkunni, sem flæðir allt umhverfis þig, hreinsar þig þannig og losar þig við allt óguðlegt. Ef þú andar þannig í fimm mínútur daglega geturðu tekið mjög skjótum framförum. En þú verður að gera það meðvitað, ekki vélrænt.

EINN—FJÓRIR—TYEIR ÖNDUN. Segðu nafn Guðs, Krists, eða þess sem þú tilbiður einu sinni um leið og þú andar að þér. Eða ef Meistari þinn hefur látið þér í té möntru, geturðu farið með hana. Þú þarft hvorki að anda að þér djúpt né lengi en að innöndun lokinni skaltu halda niðri í þér andanum og endurtaka sama nafnið fjóram sinnum. Þegar þú svo andar frá þér endurtekurðu tvisvar nafnið eða möntruna sem þú valdir þér. Þú andar að þér á einum, heldur niðri í þér andanum fjórum sinnum lengur og andar frá þér á tveimur og um leið segirðu hið helga orð innra með þér. Ef þú telur bara — einn-fjórir-tveir — færðu enga tilfinningu innan frá, en við það að fara með nafn Guðs verða eigindir Hans samstundis hluti af þér. Þegar þú heldur niðri í þér andanum flæða þessir guðlegu eiginleikar um þig og fara inn í allt það óhreina, óupplýsta og ófullkomna sem er að finna innra með þér. I útöndun taka þessir sömu guðlegu eiginleikar burt með sér alla óhreina, heftandi og spillandi eiginleika þína.
í byrjun geturðu talið einn-fjórir-tveir en þegar þú ert orðinn þjálfaður í þessari öndunaraðferð, geturðu talið upp að fjórum meðan þú andar að þér, sextán meðan þú heldur niðri í þér andanum og átta þegar þú andar frá þér. Þessi þróun verður þó að gerast stig af stigi. Sumir telja upp að átta, þrjátíu og tveimur og sextán en slíkt er bara fyrir þá sem orðnir eru þrautþjálfaðir.

EINFALDLEIKI, EINLÆGNI, HREINLEIKI. Byrjandi getur reynt sig við þó nokkrar hugleiðsluæfingar. Einfaldleiki, einlægni og hreinleiki ásamt fullvissu eru mikilvægust fyrir þá sem vilja taka upp andlegt líferm. Einfaldleikinn veitir hugarró. Einlægnin gerir að verkum að okkur finnst við vera komin af Guði og að Guð sé ávallt til staðar fyrir okkur. Hreint hjarta vekur þá tilfinningu að Guð dafni, ljómi og uppfyllist innra með okkur. Fullvissan lætur okkur finnast að við séum að gera rétt með því að hugleiða.

Endurtaktu orðið einfaldleiki sjö sinnum í huganum og einbeittu þér að hvirflinum. Endurtaktu síðan innilega og hljóðlega í hjartanu orðið einlægni og einbeittu þér að hjartanu. Síðan skaltu endurtaka orðið hreinleiki sjö sinnum í eða kringum naflastöðina og einbeita þér að henni. Gerðu þetta í hljóði og innilega. Þá skaltu beina athyglinni að þriðja auganu, sem er á milli og aðeins fyrrr ofan augabrýrnar, og endurtaka hljóðlega fullvissa sjö sinnum. Síðan skaltu leggjahönd á höfuðið og segja þrisvar sinnum: „Ég er einfaldur“. Því næst skaltu leggja hönd áhjartað og segja þrisvar: „Ég er einlægur“. Þá skaltu færa höndina á naflastöðina og endurtaka: „Ég er hreinn“ og á þriðja augað og endurtaka: „Ég er viss“.

Viltu öðlast hamingju?
Þá skaltu láta líf þitt verða eins innilega
 einfalt og þrotlausan andardráturinn.
— SRI CHINMOY

Meira um lesturinn

Lestur hverrar viku eykur enn frekar skilning þinn á hugleiðslunni. Lesturinn er einn mikilvægasti þáttur heimanámsins og við leggjum til að þú lesir yfir kaflana tvisvar: fyrst áður en þú byrjar á æfingum vikunnar og svo eftir að þeim er lokið, svo þú eigir auðveldara með að tileinka þér það sem þú hefur lesið með tilliti til eigin reynslu af hugleiðslunni.

 • Lestur: kafla 1-3 í bókinni Hugleiðsla eftir Sri Chinmoy. Athugaðu sérstaklega „Fáeinar undirstöðuaðferðir” á bls. 20-21 í öðrum kafla og einnig bls. 27-30 í þriðja kafla.
 • eða lesa Hvað er hugleiðsla? og Hvers vegna hugleiðum við á srichinmoy.is

Samantekt

Í þessari mikilvægu viku hefur þú:

 • Komið þér upp sérstökum stað til að hugleiða.
 • Stundað þær aðalæfingar, sem mælt hefur verið með, í a.m.k. tíu mínútur dag hvern og helst á sama tíma.
 • Skráð æfingarnar og ástundun niður í dagbókina.

Til hamingju! Þú hefur komist í gegnum fyrstu vikuna af reglulegri og daglegri hugleiðslu. Við vonum að þú hafir æft þig á hverjum degi. Ef svo er, tókstu eftir einhverjum breytingum í hugleiðslunni eftir því sem líða tók á vikuna? Var líðan þín öðruvísi yfir daginn vegna hugleiðslunnar?

Ef þú hefur ekki hugleitt á hverjum degi er það væntanlega sökum þess, að þú hefur annaðhvort ekki fundið þér tíma eða þér hefur reynst of erfitt að gera hugleiðsluna að vana. En hvað sem því líður skaltu ekki láta það aftra þér!

Eins og áður hefur verið sagt er það að læra hugleiðslu eins og að læra á hjól. Líttu til baka um stund og reyndu að muna eftir því þegar þú lærðir fyrst að hjóla. Þú hefur áræðanlega dottið oft í byrjun og jafnvel íhugað að gefast upp og hætta við allt saman. En þrátt fyrir margar misheppnaðar tilraunir hélstu áfram að reyna og að lokum varð hæfileikinn til að hjóla hluti af eðlinu. Þegar litið er til baka sjáum við, að allar þessar endurteknu og árangurslausu tilraunir voru í rauninni nauðsynleg skref í átt að fullkomnum árangri.

Hvers vegna hélstu áfram að reyna jafnvel þótt þér hafi alltaf mistekist og fyrirsjáanlegt var, að þú myndir aldrei geta lært að hjóla? Það er vegna þess, að þú gleymdir aldrei markmiðinu. Þú vissir eflaust hvaða þýðingu það hafði að geta hjólað: frelsi, ævintýri, sjálfstæði og skemmtun. Þetta þráðir þú svo mikið að þú vildir leggja þig allan fram, hvað svo sem það kostaði, svo þú gætir lært að hjóla.

Það sama gildir um hugleiðsluna. Þú öðlast meiri frið, kærleika og hamingju í lífinu með hjálp hugleiðslunnar. Því skaltu staðfastlega trúa.

Að læra að hugleiða krefst talsverðrar vinnu, en þegar þú hefur einu sinni lært það, eins og þegar þú lærðir að hjóla, verður ferðin án efa ánægjuleg.


Önnur þrepÞriðja þrepFjórða þrep • Aðalsíða