Heimanám í hugleiðslu 3: Að hugleiða í
 andlega hjartanu

Fyrsta þrepÖnnur þrepFjórða þrep • Aðalsíða

Markmið

Eftirfarandi eru markmið þriðju viku:

  • Að halda áfram að hugleiða reglulega og daglega við þitt eigið altari.
  • Að læra um mikilvægi andlega hjartans.
  • Að læra aðferðir sem hjálpa þér til að komast að andlega hjartanu.

Æfingar – þrep 3

Til minnis

Þitt sanna heimili

Með einbeitingaræfingum síðustu viku uppgötvaðir þú æðri vitund, sem er aðskilin huganum. Við vitum öll hvar huglæga vitundin okkar býr, þ.e.a.s. einhverstaðar á milli og fyrir ofan axlir. En hvar býr þessi æðri vitund?

Ef þú hefur getið þér til um það, að hún búi í andlega hjartanu er það rétt. Til hamingju. (Titillinn á þessum kafla gaf það að vísu til kynna.) En hvað er andlega hjartað og hvar er það að finna?

Við skulum byrja á því að finna hvar andlega hjartað er. Lokaðu augunum um stundar sakir (þ.e.a.s. þegar þú hefur lokið við málsgreinina) og bentu með vísifingri á sjálfan þig á meðan þú segir upphátt „ég“. Endurtaktu þetta nokkrum sinnum. Hvar lenti fingurinn? Á andlega hjartanu. Nú þegar þú veist hvar andlega hjartað er skulum við komast að því, hvað það er.

Innri uppspretta

Í hugleiðslubókinni og í þessari vinnubók muntu lesa um andlega hjartað eða einfaldlega „hjartað.“ Eins og þú hefur eflaust getið þér til á andlega hjartað lítið skylt við hjartavöðvann sem slær inni í brjóstkassanum. En það á allt skylt með þeim eiginleikum sem við þurfum á að halda til þess að hljóta meiri lífsfyllingu og verða hamingjusamari manneskjur.

Hverjir eru eiginleikar hjartans? Þú veist það nú þegar innra með þér. Athugaðu eiginleikana sem koma fram í eftirfarandi staðhæfingum:

  • Hún er svo góð og umhyggjusöm.
  • Ég elska þig af öllu mínu hjarta.
  • En hvað það var leiðinlegt. Ég veit alveg hvað hún er að ganga í gegnum. Það fær mjög mikið á mig að sjá hana þjást svona mikið eins og hún gerir.
  • Það var svo indælt af nágranna okkar að hjálpa okkur þegar við þurftum á því að halda. Mikið er hann góðhjartaður!
  • Ég veit ekki hvað skal segja nema það, að ég þakka þér fyrir af öllu mínu hjarta.

Góðvild, umhyggja, kærleikur, samúð, eining, meðaumkun, þakklæti og að gefa af sjálfum sér eru eiginleikar andlega hjartans. Við skulum kanna þessa eiginleika enn frekar. Taktu þér lítið blað í hendur og teiknaðu stóran hring með litlum punkti í miðju eins og þennan:

óánægja
góðvild
gleði
hamingja
kærleikur
hatur
græðgi
þolinmæði
kyrrð
samúð
öfund
reiði
þunglyndi
óeigingirni
viska
friður

Gerðu þér í hugarlund, að hringurinn tákni verund þína. Punkturinn í miðjunni er andlega hjartað og þar býr þitt sanna sjálf, eða sálin. Því fjær sem þú færist frá miðjunni, því fjær ertu komin frá þínum æðsta veruleika.

Skrifaðu nú eiginleikana, sem skráðir hafa verið hér á næstu síðu, annaðhvort inn í hringinn eða utan við hringinn. Skrifaðu þá inn í hringinn ef þér finnst þeir eiginleikar vera hluti af þínu sanna sjálfi en utan við hringinn ef þér finnst þeir ekki vera hluti af því.

Eru allir jákvæðu eiginleikarnir inni í hringnum og allir þeir neikvæðu fyrir utan hringinn? Það skulum við vona! Horfðu nú vel á myndina sem þú teiknaðir. Heldur þú, að líf þitt gæti breyst til muna ef þú upplifðir gnægð af eiginleikunum sem eru inni í hringnum og lítið sem ekkert af þeim eiginleikum sem eru utan við hringinn? Því máttu trúa!

Þetta er ástæðan fyrir því að þú hugleiðir í hjartanu. Hjarta þitt, miðja hringsins, er óendanleg innri uppspretta þar sem allir jákvæðu eiginleikarnir, sem þú vilt búa yfir, eiga upptök sín. Hvað gerist ef þú gengur inn í herbergi þar sem er myrkur og kveikir á kerti? Ljósið lýsir upp myrkrið í herberginu. Á alveg sama hátt, þegar hjarta þitt opnast í hugleiðslu, mun ljós sálarinnar lýsa æ meir upp verund þína. Eftir því sem þessi uppljómun eykst upplifir þú meira af jákvæðu eiginleikunum, sem þú skrifaðir inn í hringinn, og minna af þeim neikvæðu, sem þú settir utan við hringinn.

Óteljandi vandamál úr fortíðinni
 munu skjótt visna 
ef þú þorir að líta inn í óendanlegt ljósið, 
sem skilyrðislaust kallar á þig.

Sri Chinmoy

Lestur – Í hugleiðslubók Sri Chinmoy skaltu lesa fimmta kafla og kafla níu til ellefu. (Á srichinmoy.is geturðu lesið siðurnar Hugleiðsla í hjartanu, Ódauðlega sálin og Andlega sinnaður maður er hagsýnn) Eins og alltaf skaltu lesa kaflana a.m.k. tvisvar yfir. Eftir því sem þú hugleiðir meira á andlega hjartað, munu þeir skipta meira máli. Áður en þú byrjar á æfingunum skaltu vera viss um að þú kunnir vel fimmta kaflann í bókinni. Reyndu einnig að leggja saman hendur á meðan þú hugleiðir eins og við nefndum í annarri þrepi.

Æfingar

úr ritum Sri Chinmoy

Hjarta-rósin. Gerðu þér í hugarlund að þú sért með blóm í hjartanu. Við skulum segja að þú kjósir að hafa það rós. ímyndaðu þér að rósin sé óútsprungin; sé ennþá blóm- hnappur. Eftir tveggja til þriggja mínútna hugleiðslu skaltu reyna að ímynda þér að blómið sé að byrja að springa út. Sjáðu og finndu blórnið springa út krónublað fyrir krónublað í hjartanu. Að fimm mínútum liðnum skaltu reyna að fá á tilfinninguna að hjartað sé ekki lengur til staðar; einungis blómið sem kallast „hjarta“. Blómið er orðið að hjarta þínu eða hjarta þitt er orðið að blómi.

Finndu sjö til átta mínútum síðar að blómið hafi breitt úr sér um allan líkamann. Líkaminn er horfinn og þú finnur angan rósarinnar frá hvirfli til ilja. Þú finnur anganina um leið, ef þú horfir á fæturna. Ef þú horfir á hnén, finnurðu angan rósarinnar. Ef þú horfir á hönd þína, finnurðu angan rósarinnar. Fegurð, angan og hreinleiki rósarinnar fyllir út í allan líkamann. Þegar þú skynjar líkama þinn eingöngu sem þá fegurð, angan, hreinleika og gleðigjafa, sem rósin er, ertu reiðubúinn að krjúpa við fætur Almættisins.

Að verða sálin. Besta leiðin til þess að hreinsa hugann er að upplifa þá kennd í nokkrar mínútur daglega, á meðan á hugleiðslu stendur, að hugurinn sé ekki til. Segðu við sjálfan þig: „Ég er ekki með neinn huga. Það sem ég hef er hjartað“. Stuttu síðar skaltu segja við sjálfan þig: „Ég er ekki með hjarta. Það sem ég hef er sálin“. Þegar þú segir: „Ég hef sál“ fyllistu hreinleika. Þú þarft reyndar að ganga lengra og dýpra með því að segja: „Ég er sálin“. Sjáðu á því andartaki fyrir þér fallegasta barn sem þú hefur augum litið og finndu að fegurð sálar þinnar sé óviðjafnanleg í samanburði við það.

Jafnskjótt og þú getur í sannleika sagt: „Ég er sálin“, og hugleitt þann sannleika, fyllist hjarta þitt óendanlegum hreinleika. Þaðan fer hann síðan inn í hugann. Þegar þér getur hreinskilnislega fundist þú vera ekkert nema sálin mun hún hreinsa hugann.

2. Innri loginn. Áður en þú hefur hugleiðsluna skaltu ímynda þér loga í hjartanu. Þótt hann sé e.t.v. smár og flöktandi núna er víst að hann á eftir að verða máttugur og lýsandi. Reyndu að sjá fyrir þér að loginn lýsi upp hugann. í byrjun getur verið að þú megnir ekki að einbeita þér svo fullnægjandi sé af því að hugann skortir staðfestu. Hugsanirnar streyma inn í hugann og þær misfagrar. Hugurinn býr ekki yfir almennilegri birtu og því skaltu ímynda þér fagran loga inni í hjartanu sem lýsir þér. Færðu hann upp í hugann og þá sérðu smám saman kvikna ljósglætu í huganum. Þegar hugurinn byrjar að lýsast upp er mjög auðvelt að einbeita sér lengi í einu og einnig að ná dýpri einbeitingu.

Samantekt

Í þriðju viku hefur þú:

  • Lesið kafla fimm og kafla níu til ellefu í hugleiðslubókinni.
  • Farið í aðalæfingarnar í a.m.k. tíu mínútur dag hvern og helst á sama tíma alla daga.
  • Skráð æfingamar og reynslu þína niður í dagbókina.
    Nú hefur þú hugleitt reglulega í þrjár vikur! Hefurðu tekið eftir einhverjum breytingum á því hvernig dagurinn líður? Rifjaðu upp atburði síðustu viku og athugaðu, hvort þær aðstæður sem áður fóru í taugarnar á þér hafi angrað þig eins mikið. Kannski hefur ekkert sérstakt verið að gerast, en e.t.v. fannstu fyrir meiri friði og innri kyrrð?
  • Ef þú hefur tekið eftir einhverjum breytingum þá máttu vera ánægður því að þetta er aðeins byrjunin! En hafirðu ekki orðið var við neinar breytingar skaltu ekki hafa áhyggjur því að þú ert rétt að byrja! í báðum tilvikum gildir það sama, þ.e. að hugleiða af einlægni og reglulega, og hafa trú á því að þú sért að taka framförum.

Viltu breyta heiminum?

Þú hefur ef til vill reynt að deila reynslu þinni af hugleiðslunni með vinum og kunningjum, og orðið þess eins áskynja, að sumir eru ekki jafn áhugasamir og þú. Þér hefur kannski verið sagt, að löngun þín í að uppgötva sjálfan þig sé „eigingjöm”. Þú skalt ekki trúa því.

Ef þig langar í einlægni að breyta heiminum hefurðu um tvo kosti að velja. Þú getur annaðhvort reynt að breyta öllum öðrum eða reynt að breyta sjálfum þér. Þar sem þú hefur meiri stjóm og skilning á sjálfum þér en öllum öðrum, hvaða leið telurðu að nýti bæði tíma þinn og krafta best?

Það er til önnur ástæða fyrir því, hvers vegna þú ættir að breyta sjálfum þér fyrst. Þú getur ekki gefið öðrum það sem þú býrð ekki yfir sjálfur og jafnvel þótt þú reynir er það máttlaust. Ef einhver sem þú álítur að sé þjófur segir þér að hætta að stela, myndirðu hlusta á hann? Væntanlega ekki. Hinsvegar, ef einhver sem er dýrðlingur í þínum augum segir þér að hætta að stela mun hreinleiki, auðmýkt og kærleikur hans hafa áhrif á þig og hvetja þig til að lifa betra lífi. Þarftu þá að verða dýrðlingur áður en þú reynir að hjálpa öðrum? Auðvitað ekki! Ef svo væri hefði Heimanámið aldrei orðið til. En þú þarft hvorki að leita út fyrir hússins dyr né gera eitthvað einstakt til að breyta heiminum. Sjálf þráin til að bæta sjálfan sig, öðlast meiri frið og færa öðrum góðvilja í þögn er stærsta aflið og það máttugasta til að hjálpa því sem næst okkur er, sem og heiminum öllum.

Taktu aðeins miklum framförum 
og bættu sjálfan þig til muna í eigin lífi.
Afraksturinn verður öðrum innblástur.

Sri Chinmoy

Fyrsta þrepÖnnur þrepFjórða þrep • Aðalsíða