Oneness-Dream í Fríkirkjunni

Oneness-Dream í Fríkirkjunni

Karlakórinn Oneness-Dream var stofnaður árið 2011 til að flytja lög eftir Sri Chinmoy á stöðum þar sem fólk kemur saman til trúar- og andlegra iðkana.

Kórinn hélt útgáfutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík vegna geisladisks sem var tekinn upp á tónleikaferðalagi um Toscana á Ítalíu fyrr á árinu.

Play video
Seeker – stuttmynd á RIFF

Seeker – stuttmynd á RIFF

Play video

Snatak frá Sri Chinmoy setrinu í Reykjavík stofnaði karlakórinn Oneness-Dream. Þó að hann hafi sjálfur ekki getað sungið með kórnum, þar sem hann greindist með taugahrörnunarsjúkdóminnn MND árið 2004, hefur hann tekið virkan þátt í tónleikaferðalögum kórsins.

Kvikmyndagerðamanninum Sanjay Rawal fannst þetta áhugaverð saga og því slóst hann í för með hópnum á tónleikaferðalagi um Toscana á Ítalíu fyrr á árinu. Afraksturinn af þessari ferð var stuttmyndin SEEKER, sem var sýnd á RIFF.