Næstu hugleiðslunámskeið

  • Við bjóðum upp á nokkur mismunandi hugleiðslunámskeið á næstunni. Námskeiðin verða haldin á íslensku eða ensku, allt eftir þátttakendum. Næsta námskeið verður þriðjudag og fimmtudag, 22. og 24. júní kl.19.30-21.00. Um hugleiðslunámskeiðin
  • Jafnframt bjóðum við upp á opna hugleiðslumorgna á föstudögum í júní og júlí – lesa meira »
  • Við höldum andlega skemmtihelgi í setrinu okkar, 25., 26. og 27. júní sem Roxana skipuleggur. Gerðar verða margar hugleiðsluæfingar, en einnig verður blandað saman útivist og tónlist og ýmsu fleira sem styður við hugleiðslulífsstílinn. Námskeiðið verður á ensku. Sjáið Roxönu segja frá í eigin orðum:

Það sem þú ættir að vita: 

  • Allt sem við bjóðum upp á á heimasíðunni og öll námskeið okkar eru ókeypis. Okkur finnst það forréttindi að fá að deila hugleiðslureynslu okkar með ykkar og það eru meiri en nóg laun.
  • Nálgun okkar á hugleiðslu er ekki trúarleg, heldur andleg; markmið hennar er að gefa þér tækifæri til að uppgötva þitt innra sjálf. 
  • Til að skrá sig á næsta námskeið eða til að fá meiri upplýsingar, hafið samband í s.697-3974 (eða 551-8080 á vinnutíma) eða skiljið eftir nafn og síma hér að neðan og við höfum samband við ykkur.

Hafðu samband

    Við getum sent þér skilaboð ef eitthvað er á döfinni næsta árið (í mesta lagi 6-7 skilaboð) • We can send you a text anytime something comes up in the next year (max 6-7 events)
  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Hver erum við?

Sri Chinmoy miðstöðin stendur fyrir opnum og ókeypis hugleiðslunámskeiðum, sem hafa kynnt grundvallaratriði hugleiðslu fyrir þúsundum Íslendinga. Við skipuleggjum einnig tónleika og aðra menningarviðburði.

Sri Chinmoy miðstöðin á Íslandi telst formlega stofnuð 21.júlí 1974, en þá hélt Sri Chinmoy fyrirlestur um hugleiðslu og andlegt líf í Háskóla Íslands. Þetta sama ár hóf hópur fólks að hugleiða saman sem Sri Chinmoy miðstöð Íslands.

Um okkur


Hvar erum við?

Sri Chinmoy miðstöðin er staðsett í Ármúla 22, 2.hæð, fyrir ofan EG skrifstofuhúsgögn. Inngangur er frá hlið. Hér fara fram öll okkar hugleiðslunámskeið, nema annað sé tekið fram.