Söngfuglar: kórsöngur andlegra söngva

Uppfærð

Við bjóðum ykkur á tónleika þar sem kórinn Oneness-Dream flytur andleg lög Sri Chinmoys í Fríkirkjunni í Reykjavík.

  • Staður og stund: Fríkirkjan, 24. júní, kl. 19.30
  • Ókeypis aðgangur

Myndband: Tónlist frá fyrsta tónleikaferðalagi Oneness-Dream árið 2011

Oneness-Dream var stofnað af Snatak Matthíassyni sem sjálfur hafði lært píanóleik auk þess að vera mikill söngmaður (og íþróttamaður reyndar líka). Snatak stofnaði kórinn árið 2011 og safnaði saman söngvinum sínum vítt og breitt um heiminn, en gat sjálfur ekki sungið með, þar sem hann hafði greinst með hreyfitaugasjúkdóm sjö árum áður. Fyrsta tónleikaferðalagið var farið um kirkjur Íslands og síðar var farið í ferðalög um Myanmar, Kaliforníu, Skotland, Írland, Ítalíu, Tékland og England. Eftir kórinn liggja nú fimm hljómplötur, sem eru fáanlegar á geisladisk, eða á Spotify/Apple Music.

Árið 2017 var stuttmyndin Seeker eftir Sanjay Rawal, sem fylgir eftir ferðalagi Snataks með Oneness-Dream til Ítalíu, frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík.

Söngvarnir, sem fluttir verða, eru allir eftir Sri Chinmoy, sem samdi rúmlega 23.000 andleg lög, og eru valdir úr lagasafninu  Four hundred Blue-Green-White-Red Song Birds, stutt lög á ensku og bengölsku, móðurmáli Sri Chinmoy.