Hugleiðsluferðalag sem spannað hefur 45 ár

Uppfærð

Við hölduðum innblásina og heillandi kvöldstund í September með Aruna og Projjwal frá Þýskalandi. Aruna og Projjwal hafa verið nemendur hugleiðslukennarans Sri Chinmoy í meira en 45 ár – Aruna síðan hún var aðeins nokkurra mánaða gömul!

Projjwal (t.v.) og Aruna (t.h.) með Sri Chinmoy. Á myndinni er Sri Chinmoy að halda upp á afmæli þeirra beggja.

Óformleg kvöldstund með óteljandi upplýsandi, hvetjandi og fyndnum reynslusögum og ævintýrum þeirra með lærimeistara sínum. Þetta er ómissandi viðburður fyrir þá sem hafa áhuga á hugleiðslu, andlega ferðalaginu og sambandi meistara og lærisveins eins og það hefur verið í Austurlöndum í þúsundir ára.


Sögur

Projjwal og Aruna hafa bæði nýlega skrifað bækur um andlegt ferðalag sitt; hér fjalla þau bæði um það hvernig þau byrjuðu á andlegu leiðinni…

Projjwal og mjög ung Aruna…

Aruna: Oft er það þannig að andlegir leitendur þurfa að fara um langan veg áður en þeir finna Meistara sinn. Það byrjar með því að áhugi þeirra á innra lífinu kviknar, síðan prófa þeir mismunandi leiðir og verða fyrir allskonar reynslu þartil þeir á endanum finna rétta Meistarann.

Sri Chinmoy og Aruna

Ég er mjög þakklát og finnst ég vera lánsöm þegar ég hugsa til þess hversu auðvelt þetta var fyrir mig. Í mars 1976, sama mánuði og ég sá dagsins ljós, tók Sri Chinmoy föður minn, Projjwal (þá 19 ára), að sér sem lærisvein.

Þremur mánuðum seinna, í júní, fór hann ásamt móður minni, Karali (20 ára) til Zurich í Sviss þar sem hann sá Gúrú okkar, Sri Chinmoy, í fyrsta sinn og Karali gerðist einnig lærisveinn. Seinna svaraði ég því alltaf til, þegar Gúrú spurði mig hve gömul ég hafi verið þegar ég gerðist lærisveinn, að ég hefði verið “þriggja mánaða”  og þá varð honum alltaf skemmt. 

Projjwal: Þegar við Karali komum til Zurich fórum við í Sri Chinmoy setrið þar sem um 30 lærisveinar víðsvegar að úr Evrópu höfðu safnast saman. Það var 11. júní 1976. Við þekktum engan en var vel tekið af öllum.

Sri Chinmoy þá um kvöldið í Zurich

Þar sem við vorum snemma á ferðinni fórum við Karali niður í miðbæ til að koma út dreifimiðum fyrir fyrirlestur Gúrús í Háskólanum þá um kvöldið. Á aðaltorginu í Zurich, Bellevue, rákumst við á nokkra lærisveina sem voru að bíða eftir Gúrú! Hjartað í mér byrjaði að hamast; Gúrú var væntanlegur á hverri stundu…

Við sáum silfurlitan bíl nálgast gangstéttina. Bíllinn nam staðar, rúðan var skrúfuð niður og andlit Gúrús kom í ljós. Hann horfði beint í augun á mér og brosti til mín. Í sömu andrá smaug bros hans, ljós og kærleikur inn í hjarta mitt og fyllti alla verund mína. Sál mín mundi og á þeirri stundu var ekkert til nema Gúrú og ég – dropinn hafði fundið hafið – ég gerði mér grein fyrir að ég hafði loksins fundið Meistara minn.