Hugleiðsla. Hvar á ég að byrja?

Uppfærð

Tvö ókeypis námskeið með Pradhan Balter, gestaleiðbeinanda og rithöfundi frá Chicago.

Ef til vill ert þú algjör nýgræðingur á sviði hugleiðslu og andlegra mála, eða þú ert að leita eftir því að taka næsta skref – hvað svo sem það þýðir! Eða ef til vill finnst þér eins og andleg iðkun þín sé stöðnuð og þig langar til að koma henni upp úr hjólförunum. Í öllum tilfellum er hin áleitna spurning: hvar á ég að byrja?

Það er með mikilli ánægju sem við kynnum Pradhan til leiks, leiðbeinanda þessara námskeiða. Hann hefur stundað hugleiðslu sem nemandi andlega meistarans Sri Chinmoy síðan 1973 – sum sé í 48 ár! Pradhan útskýrir hugleiðslu og andlegt líferni á einfaldan og auðskilinn hátt og er þess utan mikill sögumaður, en eins og gefur að skilja þá hefur ýmislegt á daga hans drifið í andlega lífinu öll þessi 48 ár. Hann hefur haldið námskeið og fyrirlestra í meira en 30 löndum og gefið út 2 bækur um hugleiðslu og andlegt líf (meira um það hér að neðan…).


Námskeiðin fara fram í Sri Chinmoy setrinu, Ármúla 22

  • 3-daga kvöldnámskeið: mán 1., þri. 2. og fim. 4. nóvember kl.19.30-21.00
  • helgarnámskeið: lau. og sun. 6.-7. nóvember kl.13.-17

Skráning fer fram í gegnum síma 551-8080 (á vinnutíma) eða 697-3974 (á kvöldin). Einnig geturðu skilið eftir nafn og síma á skráningareyðublaðinu hér að neðan og við hringjum í þig til að staðfesta skráninguna.

    Við getum sent þér skilaboð ef eitthvað er á döfinni næsta árið (í mesta lagi 6-7 skilaboð) • We can send you a text anytime something comes up in the next year (max 6-7 events)
  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Ef þú kemur á annað hvort námskeiðið og langar til að komast dýpra inn í efnið og iðkunina, þá býður Pradhan þér að koma á framhaldsnámskeið í vikunni á eftir, sem nefnist Að innan sem að handan: leitaðu dýpra. Þetta framhaldsnámskeið, eins og öll önnur námskeið okkar, er ókeypis.

Vorum við búin að minnast á bækur Pradhans?

Pradhan hefur gefið út tvær bækur um andlegt líf og við viljum einkum og sér í lagi mæla með bókinni A Twenty-First Century Seeker, en í henni hefur verið fært í letur hvernig Pradhan leiðbeinir á námskeiðunum sínum. Þetta er því bók sem talar beint til lesandans og er jafnframt stútfull af æfingum og hugleiðingum og hagnýtum leiðbeiningum um það hvernig má lifa uppfyllandi innra lífi á 21. öldinni.

Bókin kostar 2.100 kr. og hún er til sölu á kaffihúsinu okkar, Garðinum, Klapparstíg 37. Einnig geturðu sent okkur þínar upplýsingar á skráningareyðublaðinu hér að ofan og við höfum þá samband við þig og finnum út úr greiðslu og afhendingu.