Hugleiðslustundir á föstudagsmorgnum

Uppfærð

Við erum að reyna nokkuð nýtt – skipulagða 45 mínútna hugleiðslu á föstudagsmorgnum í hugleiðslusetrinu okkar. Á þessum þremur korterum munum við gera nokkrar mismunandi hugleiðsluæfingar og það er von okkar að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

  • Tímasetning: föstudaga kl.8-8.45 eða 9-9.45
  • Staðsetning: Sri Chinmoy setrið, Ármúla 22.

Engin fyrri reynsla af hugleiðslu er nauðsynleg, við munum fara í gegnum grunnupplýsingarnar fyrir hverja æfingu.

Það er því hægt að velja um að koma kl.8 eða 9 og við höldum okkur við 45 mínútna tímarammann, ef þú skyldir vera á hraðferð. Á sama tíma þá gefst tækifæri til að spjalla um andleg málefni eftir æfingarnar, ef þú hefur áhuga á því.

Eins og gefur að skilja þurfum við að halda okkur við gildandi nálægðartakmarkanir og því er takmarkað pláss. Þú getur komið í eitt skipti eða fleiri, en vinsamlegast láttu okkur vita fyrst með því að hringja í 7669784 eða með því að skilja eftir nafn og síma hér að neðan og við munum þá hafa samband við þig.

    Við getum sent þér skilaboð ef eitthvað er á döfinni næsta árið (í mesta lagi 6-7 skilaboð) • We can send you a text anytime something comes up in the next year (max 6-7 events)
  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.