Um hugleiðslunámskeiðin okkar

Uppfærð

Við bjóðum upp á mánaðarleg kynningarnámskeið og framhaldsnámskeið í hugleiðslu, sem ávallt er boðið upp á ókeypis. Markmiðið er að aðstoða námskeiðsgesti við að koma sér upp reglubundinni hugleiðsluiðkun heima við.

Á sérhverju námskeiði er farið yfir margar mismunandi hugleiðsluaðferðir og námskeiðsgestir geta í kjölfarið valið þá aðferð sem höfðar mest til þeirra og náð betri tökum á henni.


Dæmigert kynningarnámskeið

1. skipti:

  • Umræðuefni: Hvað er hugleiðsla? – Hvað gerir hugleiðsla? Kynning á kostum og grundvallarskrefum hugleiðslunnar.
  • Æfing: ”Rór hugur – róleg öndun”. Öndunaræfingar til að kyrra hugann og ná betri einbeitingu.
  • Umræðuefni: Inngangur að hugleiðslu heima við – hvenær/hvar/hve lengi/ hversu oft? Fyrstu skrefin í hugleiðslu heima við.
  • Æfing: Hjartastöðin – leidd hugleiðsla með einbeitingu á andlega hjartað til að komast handan við eirðarlausan hugann.

2. skipti:

  • Æfing: Öndunar- og ímyndunaræfingar sem tengjast hugleiðslu á hjartastöðina – uppbygging einbeitingar á andardráttinn.
  • Umræðuefni: Inngangur að möntrum í hugleiðslu.
  • Æfing: Leiddar möntrur. Tónlistarmenn setursins slást gjarnan í hóp með okkur í þessari æfingu og spila undir með möntrunum.

Hljóðupptakan er af möntru sem við notum gjarnan á hugleiðslunámskeiðum okkar: Aum Aparajitaya Namah, mantra sem einbeitir sér að styrk mannssálarinnar.

3. skipti:

  • Umræðuefni: Inngangur að helstu greinum Yoga.
  • Æfing: Bhakti yoga – leidd hugleiðsla.
  • Umræðuefni: “Heilbrigð sál í hraustum líkama”. Líkamleg hreysti sem grunnur að andlegum vexti.
  • Æfing: “Ljós sálarinnar” – leidd hugleiðsla.

4. skipti:

  • Umræðuefni: Heildræn sýn á lífið – hvernig líkami, hugur og sál tengjast og hvernig má ná samvinnu þessara þátta tilveru okkar til að auðga hugleiðsluuplifunina.
  • Æfing: Tónlist og hugleiðsla.
  • Umræðuefni: Hagnýtt gildi hugleiðslu. Hugleiðsla notuð til að hjálpa til við lausn hversdagslegra vandamála, ákvarðanatöku og streitulosun.
  • Æfing: Japa hugleiðsla – hugurinn hreinsaður.

Hljóðupptakan er frá tónleikum Sri Chinmoy setursins í Fríkirkjunni í júlímánuði 2014. 

5. skipti:

  • Umræðuefni: Inngangur að andlegum leiðum og meisturum.
  • Æfing: Hugleiðsla á hvirfilsstöðina, þriðja augað og hjartastöðina.
  • Umræðuefni: “Örvaðu sköpunarkraft með hugleiðslu” – hvernig nota má þögn, kyrrð og innblástur hugleiðslunnar til að tengjast síauknum sköpunarkrafti og til að uppgötva meiri hæfileika, eða áður óþekkta hæfileika, á sviðum lista, skrifa, tónlistar o.þ.h.